Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli Wow air gegn Isavia., Icelandair og Samkeppniseftirlitnu þess efnis að úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði felldur úr gildi. Isavia og Icelandair kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna aðildarskorts Wow air að umræddum úrskurði.

Fram kemur í tilkynningu frá Isavia, að Samkeppniseftirlitið mælti fyrir um á síðasta ári að Isavia bæri að hlutast til um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komst að þeirri niðurstöðu að Isavia gæti ekki hlutast til um störf óháðs samræmingarstjóra og felldi fyrirmæli Samkeppnisstofnunar úr gildi. Í framhaldinu stefndi Wow air Icelandair og Isavia og krafðist  þess að úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði felldur úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði svo málinu frá dómi á grundvelli aðildarskorts Wow air að málinu.