Bjarni Benediktsson, fjármaálaráðherra segir það ólíðandi að tilteknir aðilar búi að sérkjörum á sölu Arion banka á hlutum símans. Málið hafi verið klúður og að engin þolinmæði sé fyrir slíku í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna við RÚV sem birtist nú í morgun.

Bjarni segir að sem fjármálaráðherra hafi hann ekki haft nein bein afskipti af málinu, málið hafi verið í höndum Bankasýslu ríkisins en hún fari með 13% hlut ríkisins í bankanum.

Bjarni segir: „Það er alveg augljóst og ætti að vera mönnum ljóst, að það er engin þolinmæði fyrir því í íslensku samfélagi að það fái einhverjir að sitja að sérkjörum þegar að menn eru að höndla með verðmæti. Og í þessu tilviki þá er það mjög sterk upplifun manna að það hafi fáir útvaldir fengið að búa að sérkjörum.“