Aðalmeðferð í málinu gegn Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, hefst í Landsdómi í dag. Þetta er sem kunnugt er fyrsta málið sem rekið er í Landsdómi hér á landi.

Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt málinu áhuga og er meðal annars fjallað um það á vef BBC í dag. Þar kemur fram að Geir H. Haarde sé ákærður fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008.

Þá rifjar BBC upp að Icesave málið sé enn óleyst og það mál hafi snert sparieigendur i Bretlandi og Hollandi illa.

Sjá frétt BBC.