Hæstiréttur sneri í gær við frávísunarkröfu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni. Hannes er ákærður fyrir að hafa dregið sér um þrjá milljarða króna úr FL Group vegna kaupa á Sterling.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að þeirri niðurstöðu að vísa bæri ákærunni frá dómi vegna óskýrleika. Hæstiréttur telur aftur á móti að ekki fari milli mála fyrir hvaða háttsemi Hannes er ákærður, hvorki í aðalkröfu né varakröfu og því skuli taka málið til efnismeðferðar.