*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 16. mars 2016 12:35

Nauthóll í nýjum höndum

Sigrún Guðmundsdóttir og Tómas Kristjánsson hafa tekið við rekstri Nauthóls Bistro og Málinu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eigendaskipti hafa nú orðið á Nauthóli Bistro og Málinu, veitingaþjónustu Háskólans Í Reykjavík, sem staðsett er í Nauthólsvík við Öskjuhlíðina.

Hjónin Sigrún Guðmundsdóttir og Tómas Kristjánsson hafa tekið við veitingastaðnum af Guðríði Maríu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Stefánssyni. Frá þessu er greint á vef Veitingageirans.

Eigendabreytingarnar gengu í gegn í marsbyrjun. Reksturinn verður áfram með svipuðu sniði, og samstarfinu verður haldið áfram við Háskólann í Reykjavík.