Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í síðustu viku hefur efnahagsbrotadeild lögreglustjóra hætt rannsókn á meintum auðgunarbrotum Friðjóns Þórðarsonar, Haralds Þórðarsonar og Matthíasar Ólafssonar. Málið tengdist gjaldmiðlaviðskiptum og hófst rannsókn í nóvember 2008. Sakborningum í málinu var tilkynnt þann 13. febrúar sl. að fallið hefði verið frá rannsókn.

Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um málið segir að ekki þyki tilefni til að halda rannsókn málsins áfram. Í svarinu segir: „Ríkislög­ reglustjóri hefur unnið að rannsókn umrædds máls er varðar ætluð auðgunarbrot og peningaþvætti vegna gjaldeyrisviðskipta. Að svo komnu máli þykir ríkislög­reglustjóra ekki tilefni til að halda rannsókn málsins áfram með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Hins vegar hefur ríkislögreglustjóri sent málið Fjármálaeftirlitinu til yfirferðar og eftir atvikum frekari meðferðar með vísan til laga um verðbréfavið­ skipti nr. 108/2007.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.