Fram kom í gær að sparisjóðsstjóri SPRON og fjórir stjórnarmenn hefðu verið ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir umboðssvik, sem snúist um tveggja milljarða króna lánveitingu fyrirtækisins til Exista nokkrum dögum fyrir hrun. Meðal ákærðu er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1.

N1 hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að því hafi borist vitneskja um að gefin hafi verið út ákæra sérstaks saksóknara gegn Margréti vegna atvika sem áttu sér stað á meðan hún sat í stjórn SPRON á árinu 2008. Félagið kveðst munu afla sér upplýsinga og fara yfir málið á næstu dögum.