Fyrirtækið Málmey, sem sérhæfir sig í málmsmíði auk smíða og þróunar á tæknilausnum fyrir sjávarútveg, hefur ákveðið að flytja starfsemi sína að Ásbrú í Reykjanesbæ.
Starfsmenn fyrirtækisins eru 15 en í tilkynningu fyrirtækisins segir að fjölgun verði í starfsmannafjölda.

Meðal viðskiptavina Málmeyjar eru Marel, Samherji, Icegroup og Nesfiskur.

,,Málmey stendur á ákveðnum tímamótum og stefnir að auknum vexti á komandi árum.“ segir Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri Málmeyjar ,,Við teljum okkur vera vel staðsetta á Ásbrú til að fylgja þeim vexti eftir. Þar skiptir m.a. máli góð tenging við tækniskóla Keilis og mun betri aðstaða til að mæta auknum umsvifum fyrirtækisins."