Ítalskt lyfjafyrirtæki hefur höfðað mál gegn Actavis vegna sölu á samheitalyfi fyrir þynglyndislyfið Oleptro. Málið hefur verið höfðað fyrir dómstóli í Wilmington, Delaware í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg um málið.

Ítalska fyrirtækið Aziende Chimiche Riunite Angelini Francesco Acraf SpA heldur því fram að einkaleyfi þess á Oleptro renni ekki út fyrr en 2029 og því eigi að koma í veg fyrir sölu Actavis á samheitalyfinu.