Google, eigandi myndvefjarins YouTube, segir að málsókn Viacom-fjölmiðlarisans á hendur félaginu geti ógnað frjálsri miðlun upplýsinga á netinu. Þessi fullyrðing kemur frma í málsskjölum sem Google hefur lagt fyrir dómstól í New York og The Guardian greinir frá. Viacom höfðaði mál fyrir um ári og krefst eins milljarð dollara, eða um 77 milljarða króna, í bætur frá Google fyrir meinta ábyrgð á myndefni því sem finna má á að YouTube.

Í vörn Google segir m.a. að það axli miklu meiri skyldur við varðgæslu um höfundarrétt en löggjafinn leggi þeim á herðar. Lögmenn félagsins segja að ef þjónustuaðilinn verði gerður ábyrgur fyrir gjörðum notenda sinna myndi það stefna í voða þeirri aðferð sem hundruð milljóna manna nota með lögmætum hætti til að skiptast á upplýsingum, fréttum, afþreyingu og pólitískri og listrænni tjáningu.

Gegndarlaus fjölgun brota

Lögmenn Viacom halda því hins vegar fram að YouTube og sambærilegir vefir byggist á nýtingu viðamikilla safna höfundarréttarvarins efnis og að erfitt sé að halda tölu á ólögulegum myndbrotum á síðunni vegna þess hversu mörg þau eru. YouTube sé hluti af gegndarlausri aukningu á höfundarréttabrotum á netinu. Í liðnum mánuðu greindu talsmenn félagsins frá því að á YouTube væru að finna um 150 þúsund myndbrot úr þáttum sem það framleiðir, þar á meðal úr MTV Unplugged, South Park og spjallþætti Jon Stewart. Einnig má nefna brot úr heimildarmynd Al Gores, Óþægilegur sannleikur, sem hefur verið halað niður hvorki meira né minnan en 1,5 milljarð sinnum.