Málsóknir gegn Actavis í Bandaríkjunum vegna hjartalyfsins Digitek eru að taka smám saman á sig mynd en málunum er nú tekið að þoka í gegnum bandarískt réttarkerfi. Rétt er að minna á að málsóknir eru mun algengari í Bandaríkjunum en hér tíðkast.

Í svörum frá félaginu hefur ávallt komið fram að það sé ekkert sem bendir til þess að frá verksmiðju félagsins hafi farið Digitek- töflur sem eitthvað var athugavert við og engar sannanir séu fyrir því að Digitek-töflurnar hafi valdið heilsutjóni. Þá sé tekið fram að félög sem starfa í Bandaríkjunum eru tryggð fyrir kostnaði sem af málsókn hlýst. Samkvæmt bandarískum lögfræðivef (www.attorneyatlaw.com) hefur bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) sagt að 667 tilfelli megi rekja til lyfsins frá apríl til júní 2008.