*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 27. mars 2015 15:02

Málstofa um sögu fjármálakreppa á Íslandi

Seðlabankinn heldur málstofu um sögu fjármálakreppa á Íslandi 1875-2013 á mánudaginn.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Seðlabankinn stendur fyrir málstofu á mánudaginn þar sem farið verður yfir rannsókn á sögu fjármálakreppa á Íslandi frá árinu 1875 til 2013. Í tilkynningu um málstofuna á vef bankans segir að á síðustu einni og hálfri öld hafa orðið yfir tuttugu fjármálakreppur hér á landi af ólíkum tegundum. Í málstofunni er bent á sex stórar kreppur sem hafa orðið á þessum tíma.

Þá verður farið yfir niðurstöður rannsóknarinnar sem sýna ma..a að efnahagssamdráttur í kjölfar fjármálakreppa er að jafnaði um tvöfalt dýpri og varir hátt í tvöfalt lengur en í kjölfar hefðbundins efnahagssamdráttar. Þær benda einnig til þess að fimm af þessum sex fjármálakreppum eiga sér skýra samsvörun í alþjóðlegum fjármálakreppum sem skollið hafa á á sama tíma og að tvö- til þrefalt meiri hætta er á fjármálakreppu hér á landi á tímum alvarlegrar alþjóðlegrar fjármálakreppu.

Frummælandi verður Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands en auk hans hafa þeir Bjarni G. Einarsson, Kristófer Gunnlaugsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson unnið að rannsókninni.