*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 20. nóvember 2020 19:01

Málsvörn Jóns Ásgeirs

Bók um fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson á að koma út á fyrri hluta næsta árs. Höfundur hyggst varpa nýju ljósi á Jón Ásgeir.

Alexander Giess
Jón Ásgeir Jóhannesson er til að mynda stjórnarformaður Skeljungs.
Eyþór Árnason

Einar Kárason, rithöfundur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, er að skrifa bók um fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Bókin átti að koma út fyrir jól og var til að mynda í Bókatíðindunum fyrir árið 2020. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Einar að bókinni hafi hins vegar verið frestað og gerir hann ráð fyrir að hún komi á markað snemma á næsta ári.

Einar vildi ekki tjá sig um innihald bókarinnar en í Bókatíðindunum er hún flokkuð innan ævisagna og endurminninga. Yfirskrift bókarinnar er: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í lýsingu bókarinnar kemur fram að Jón Ásgeir hafi vakið mikla athygli er hann stofnaði ásamt föður sínum lágvöruverslunina Bónus.

Enn fremur að hann hafi brátt orðið atkvæðamikill í viðskiptalífinu en „fyrr en varði hófust réttnefndar ofsóknir gegn honum“. Einar fer í saumana á þessari sögu og hyggst varpa nýju ljósi á manninn og nýliðna atburði í þjóðarsögunni.

Stikkorð: Jóns Jóhannessonar Málsvörn Ásgeirs