Lagastofnun og Orator, félag laganema Háskóla Íslands, standa fyrir málþingi næsta miðvikudag sem ber yfirskriftina „Símahlustanir lögreglu - hverjar eru reglurnar og er framkvæmd í samræmi við lög?“.

Frummælendur á þinginu verða þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari og Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Mun Símon fjalla um skilyrði fyrir símahlustun í sögulegu samhengi, en erindi Kolbrúnar mun taka til framkvæmdar símahlustana. Reimar flytur svo erindi um hverjar heimildir til símhlustana séu samkvæmt sakamálalögum.

Málþingið fer fram miðvikudaginn 12. nóvember, kl. 12-13:30 í Lögbergi, stofu 101. Fundarstjóri verður Linda Ramdani, funda- og menningarstjóri Orators.