Rekstur sölu- og þjónustufyrirtækisins Mömmu ehf. verður sameinaðaður rekstri Vodafone samkvæmt ákvörðun stjórnar Teymis, móðurfélags beggja fyrirtækjanna.  Mamma ehf. sérhæfir sig í tækniþjónustu við heimili og býður m.a. aðstoð við uppsetningu og stillingu á tæknibúnaði ýmis konar. Starfsfólk Mömmu tengir og stillir myndlykla, kannar ástand snúra og kapla, stillir netbúnað og býður upp á fræðslu vegna netnotkunar barna og unglinga, svo dæmi séu nefnd.  Þá hefur Mamma annast sölu á öryggisþjónustu fyrir Securitas.

Í tilkynningu fegna sameiningarinnar segir að með henni auki Vodafone enn þjónustuna við viðskiptavini sína og nýtir þá miklu reynslu sem starfsfólk Mömmu býr yfir.  Mamma hefur notið mikilla vinsælda undanfarið, enda hefur þjónustulundað og metnaðarfullt starfsfólk lagt sig fram við að veita góða þjónustu og leysa úr tæknilegum vandamálum sem upp hafa komið á heimilum landsmanna.

Vodafone á Íslandi er fjarskiptafyrirtæki í eigu Teymis hf. sem skráð er OMX Nordic Exhange á Íslandi. Starfsmenn Vodafone eru um 350 talsins og þjónusta viðskiptavini á heimilum og hjá fyrirtækjum um land allt með farsíma, síma, nettengingar og sjónvarp.  GSM þjónusta Vodafone nær til 98% landsmanna og með samstarfi við Vodafone Group, eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi, er viðskiptavinum Vodafone tryggð örugg farsímaþjónusta um allan heim.