Vörubílaframleiðandinn MAN AG í Þýskalandi lauk í gær yfirtöku á VW Truck & Bus í Brasilíu. Þar með er MAN orðið leiðandi í sölu atvinnubíla í Suður Ameríku eða svokölluðum BRIC löndum. Kaupverðið er 1.175 milljónir evra en sameinuð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2008 var um 17 milljarðar evra.

Mun nýtt sameiginlegt fyrirtæki verða starfrækt undir nafninu MAN Latin America. Höfuðstöðvarnar verða í Sao Paulo en starfsemi er einnig í Resenda í Brasilíu þar sem VW hefur verið með verksmiðju. Forstjóri hins sameinaða fyrirtækis verður Roberto Cortes.

Håkan Samuelsson, hinn sænski forstjóri MAN AG í Þýskalandi, segir lúkningu á þessari yfirtöku marka kaflaskil í sögu MAN samsteypunnar. Það muni skapa stökkpall fyrir aukinn vöxt í Suður Ameríku. Einstök tækni MAN og reynsla VW Truck & Bus muni koma viðskiptavinum mjög til góða.