Þýski vörubifreiðaframleiðandinn MAN sagði í gær að fyrirtækið eigi nú 14,27% hlut með atkvæðisrétt í sænska samkeppnisaðilanum Scania.

MAN mun hækka yfirtökuboð sitt í Scania í 475 sænskar krónur á hlut, upprunalega boð MAN hljóðaði upp á 442 sænskar krónur á hlut, sem metur fyrirtækið á 824 milljarða króna. Scania hafnaði nýja yfirtökuboðinu og segir það enn verulega undir raunvirði fyrirtækisins. Hlutabréf í Scania hækkuðu um 9,7% á fimmtudag, en greiningaraðilar telja að MAN gæti hækkað tilboð sitt í allt að 500 sænskar krónur á hlut.