Þýski vörubifreiðaframleiðandinn MAN mun aðeins draga óvinveitt yfirtökuboð sitt í Scania til baka gegn ákveðnum skilmálum, segir í frétt Dow Jones.

MAN segir að þeir muni ekki draga boðið til baka og setjast að samningaborðinu, nema að Scania ábyrgist að verði úr samruna fyrirtækjanna. MAN lagði yfirtökuboðið fram í síðasta mánuði, en stjórn Scania hafnaði því ásamt stórum hluthöfum fyrirtækisins.

MAN segist njóta stuðnings Volkswagen, sem á 34% hlut í Scania.