Það hefur oft verið myndarlegri salan á vörubílum og trukkum en raunin er það sem af er þessu ári.

Kraftur, umboðsaðili MAN, hefur vinninginn í vörubílasölunni og var alls með 7 bíla í nýskráningu fram til 17. mars, eða um 41% af heildarsölunni.

Alls voru nýskráðir 17 vörubílar og trukkar nýskráðir frá 1. janúar til 17. mars.

Vekur athygli að næstöflugasti söluaðilinn var Kraftvélar sem seldu 4 Komatsu um 55 tonna námutrukka á þessu tímabili. Það er tæplega 24% af heildarsölu nýrra trukka þótt þessir risatrukkar verði seint taldir til hefðbundinna vörubíla.

Átta trukkar í stærðarflokki 22 tonn og stærri voru nýskráðir hjá Umferðastofu á þessu tímabili ef námutrukkar eru ekki taldir með. Þar af voru tveir af gerðinni MAN 30 TGS, einn MAN 82 TGS og einn MAN 95 TGX.

Þá var einn Mercedes Bens Econic í þessum stærðarflokki og einn Scania R480.

Í stærðarflokki 16 til 22 tonn var aðeins einn bíll, en hann var af gerðinni Scania P380. Í stærðarflokki 12 til 16 tonna trukka voru nýskráðir þrír bílar og allir af gerðinni MAN N16.

Þannig var MAN með samtals 7 trukka í stærstu stærðarflokkum og því söluhæstur þar eins og oft áður.

Í minni flokkum vörubíla var einn í stærðarflokki 7,5 til 10 tonn, en hann var af gerðinni IVECO ML90E22/P. Þá voru tveir Ford F350 nýskráðir hjá Umferðastofu, en þeir eru í stærðarflokki 5 til 7,5 tonn.