Manchester United verður skráð á markað í New York. Vonir standa til að hlutabréf verði seld fyrir um 100 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega 12,5 milljarða króna. Félagið hafði áður kannað möguleika á skráningu í Singapore.

Fjármunir sem safnast í hlutafjárútboði verða notaðir til þess að greiða niður skuldir, segir í frétt viðskiptavefs BBC um málið.

Glazer fjölskyldan hefur átt liðið síðan árið 2005 en hún á einnig Tampa Bay Buccaneers, amerískt fótboltalið.