Störf í álverum á Íslandi eru að jafnaði betur borguð en önnur störf segir í nýrri samantekt Samtaka iðnaðarins. Að meðaltali voru regluleg laun starfsfólks í álverum 331 þúsund á mánuði árið 2008 og heildarlaun 409 þúsund.

Til samanburðar eru regluleg laun verkafólks 226 þúsund og heildarlaun 339 þúsund samkvæmt gögnum frá Hagstofunni.

Á bakvið heildarlaun verkafólks voru 49,3 vinnustundir á viku en 41,3 í álverum. Innlendar launagreiðslur námu um 10 milljarðar króna á síðasta ári.

Hjá fyrirtækjum í greininni starfa um 1.500 manns. Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má gera ráð fyrir að starfamargfaldari áliðnaðarins sé 1,4. Þannig hafi 3.400 manns framfæri sitt af álframleiðslu með beinum hætti segir í samantekt SI.