Flestir tengja bresku borgina Manchester sjálfsagt einna helst við knattspyrnu. Nú gæti orðið breyting þar á en Manchester hefur verið útnefnd helsta sjóræningjaborg Breta. Þá er ekki vísað til hinna hefðbundnu sjóræningja heldur þeirra sem sækja efni á internetið á ólöglegan hátt.

Samkvæmt rannsókn sem fjallað er um á vef BBC í dag hleður hver íbúi í Manchester að meðaltali niður meira ólöglegu efni en íbúar nokkurrar annarrar borgar í Bretlandi. Rannsóknin byggir á tölfræði frá eftirlitsstofnuninni Musicmetric.

Samkvæmt rannsókninni deildu Bretar meira en 40 milljón plötum og lögum með ólöglegum hætti á fyrri hluta þessi árs. Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er samkvæmt þessum upplýsingum þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera vinsælastur meðal internet-sjóræningja.