*

laugardagur, 20. júlí 2019
Erlent 3. febrúar 2014 12:24

Mandela átti jafnvirði 460 milljóna króna

Erfðaskrá Nelsons Mandela var gerð opinber í dag. Hann arfleiðir meðal annars starfsfólk sitt og skóla.

Ritstjórn

Nelson Mandela átti 4,13 milljónir dollara, eða jafngildi 460 milljónir króna, þegar hann lést. Erfðaskrá hans var birt opinberlega í dag, að því er fram kemur á vef BBC. 

Erfðaskráin er 40 blaðsíðna löng. Samkvæmt henni arfleiddi Mandela meðal annars fjölskyldu sína, náið samstarfsfólk sitt og skóla sem hann gekk í.

Mandela var 95 ára þegar hann lést í desember. 

Stikkorð: Nelson Mandela