HALAL ehf. sem á og rekur veitingastaðinn Mandi við Ingólfstorg hagnaðist um 41 milljón króna á árinu 2017. Hagnaður dróst lítillega saman milli ára eða um 7 milljónir. Velta félagsins nam 208 milljónum króna og jókst um 24% milli ára. EBITDA síðasta árs nam 62 milljónum króna og jókst um 14% milli ára.

Eignir félagsins námu 186 milljónum í lok árs og jukust um rúmlega helming milli ára. Kemur það til af því að félagið festi kaup á fasteignum en bókfært virði þeirra nam 122 milljónum í lok árs. Handbært fé nam 42 milljónum króna og lækkaði um 24 milljónir milli ára.  Skuldir í árslok námu 60 milljónum í lok ár og jukust um 53 milljónir milli ára. Eigið fé nam 126 milljónum og var eiginfjárhlutfall því 68% í lok árs. Fyrirtækið er að fullu í eigu Hlal Jarah en hann er jafnframt framkvæmdastjóri þess.