*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Fólk 12. maí 2017 14:12

Mannabreytingar hjá Landsbankanum

Hörður Steinar Sigurjónsson hefur verið ráðinn til Landsbankans og Ólafur Frímann Gunnarsson ráðinn forstöðumaður hjá Mörkuðum Landsbankans.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hörður Steinar Sigurjónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Landsbankanum og Ólafur Frímann Gunnarsson er nýr forstöðumaður hjá Eignastýringu Landsbankans.

Hörður Steinar ráðinn til Landsbankans

Hörður Steinar Sigurjónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Markaðsviðskiptum Landsbankans við miðlun verðbréfa.

Hörður hefur starfað við verðbréfamiðlun frá árinu 2005, síðast hjá Íslandsbanka. Hörður er löggiltur verðbréfamiðlari með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Ólafur Frímann nýr forstöðumaður

Ólafur Frímann Gunnarsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns hjá Eignastýringu Landsbankans. Vegna stóraukinna umsvifa í Eignastýringu hafa verið gerðar skipulagsbreytingar til að styðja betur við áherslur á ólíka þjónustuþætti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.

Eignastýringu bankans hefur verið skipt í tvær aðgreindar einingar, Fjárfestingar annars vegar og Þjónustu hins vegar en undir hana falla Einkabankaþjónusta, Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta, Fagfjárfestaþjónusta og Fyrirtækjaþjónusta. Ólafur er forstöðumaður Fjárfestinga og Kristín Erla Jóhannsdóttir veitir Þjónustunni forstöðu.

Ólafur hefur starfað í Landsbankanum undanfarið ár en hefur á að skipa tuttugu ára reynslu úr bankakerfinu. Ólafur er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.