Gerðar hafa verið skipulagsbreytingar hjá Securitas nýverið. Breytingarnar miða að því að straumlínulaga enn frekar verkferla og vinnuaðferðir fyrirtækisins samhliða nýjum verkefnum.

Á föstudaginn var tók Árni Guðmundsson við stöðu framkvæmdastjóra stjórnstöðva Securitas. Þetta er nýtt starf og krefjandi sem verður til samfara umtalsverðum breytingum innan fyrirtækisins, sem nánar verður greint frá síðar.

Árni hefur gríðarlega mikla reynslu af öryggismálum en hann hefur undanfarin 27 ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra gæslusviðs. Það er því óhætt að fullyrða að hann sé einn helsti sérfræðingur Íslendinga í þessum málum.

Reynir S. Ólafsson tekur við starfi framkvæmdastjóra gæslusviðs. Reynir hefur starfað við öryggismál, ráðgjöf og stjórnun í fjölda ára og sinnti síðast starfi rekstrarstjóra á gæslusviði Securitas.

Þá hefur Ólafur Gísli Hilmarsson verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs fyrirtækisins. Hann starfaði áður sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Góðu fólki. Ólafur mun halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið hjá Securitas á undanförnum árum og tryggja enn í sessi þá leiðandi forystu sem fyrirtækið hefur skapað sér á íslenskum markaði.