63% stjórnarmanna í lífeyrissjóðum hafa sinnt starfinu í þrjú ár eða skemur en 18% stjórnarmanna hafa verið sjö ár eða lengur í stjórninni. Þetta kemur fram í stjórnendakönnun KPMG og félags­vísindasviðs Háskóla Íslands.

Stjórnar­menn lífeyrissjóða skera sig úr að þessu leyti en til samanburðar má nefna að 36% stjórnarmanna hjá framleiðslufyrirtækjum hafa skipað stjórnirnar þrjú ár eða skemur og 47% stjórnarmanna þjón­ustufyrirtækja.

Fjármálafyrirtæki og vá­tryggingafélög skipast í flokk með lífeyr­issjóðunum og hafa 90% stjórnarmanna í slíkum fyrirtækjum verið þrjú ár eða skemur í stjórn.

Athygli vekur að fáir stjórn­armenn lífeyrissjóða hafa ákveðið að gefa kost á sér til áfram­ haldandi stjórnarsetu, eða aðeins um 28% kvenna og 33% karla, og er það mun minna en í öðrum fyrirtækjum. Margir segjast þó enn óákveðnir.