Hugbúnaðarfyrirtækið Applicon hefur sett á markað mannauðs- og launakerfi undir nafninu Kjarni. Ingimar G. Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon, segir að fyrirtækið hafi háleit markmið með Kjarna en hann telur kerfið jafnast á við bestu lausnir á þessu sviði á heimsvísu.

„Kjarni er heildstæð mannauðs- og launalausn fyrirfyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. Kerfið sér um öll mál sem snúa að starfsmönnum, allt frá ráðningu til útgreiðslu launa. Ólíkt öðrum kerfum á þessu sviði sem eru á markaði á Íslandi býðst Kjarni að auki sem skýlausn,“ segir Ingimar. Kerfið hefur nú þegar verið selt Landsvirkjun og Grindavíkurbæ.