Mannauðsmál á Íslandi hafa þroskast gríðarlega á undanförnum árum og farið úr því að snúast eingöngu um almennt starfsmannahald yfir í að vera strategísk leið fyrir fyrirtæki til að ná samkeppnisforskoti. Þetta segir Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðsstjóri hjá Lucinity og formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

„Ég held að covid hafi hraðað þessari þróun, það varpaði kastljósi á mikilvægi þess að hlúa að fólki, sem auðveldar fyrirtækjum að laða til sín færasta fólkið og halda því,“ segir Ásdís Eir, sem heldur erindi á Viðskiptaþingi. „Það þarf að vera hluti af strateg-ískri umgjörð fyrirtækisins að hlúa vel að starfsfólki, sem auðveldar því að laða til sín færasta fólkið og halda því. Það umhverfi skapar vettvang til vaxtar, sem ýtir undir sköpunarkraft og afköst starfsfólks.“

Mörg fyrirtæki hafa tekið upp á því að gefa starfsfólki kost á að vinna heima eftir covid og Ásdís telur að það sé komið til að vera.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði