Mannfjöldi á Íslandi í byrjun júlí á þessu ári var 319.355 manns samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Hér er því um að ræða tæplega 2% fjölgun frá áramótum.

Vegvísir Landsbankans greinir frá því að þetta bendi til að ekki hafi orðið fækkun á erlendu vinnuafli hérlendis, þrátt fyrir væntanlega niðursveiflu í hagkerfinu. „ Erlendir starfsmenn eru nú 25.000 hér á landi og eru nú um 10% af vinnuafli, samanborið við 2-4% fyrir uppsveifluna," segir í Vegvísi.

Pólverjar eru langfjölmennastir í hópi erlendra starfsmanna, eða um 40% af heildinni.