Bradley Manning var í dag dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið gögnum til WikiLeaks. Gögnin voru svo birt í mörgum af helstu fjölmiðlum heims.

Á meðal þeirra gagna sem var lekið voru gögn úr sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim, þar á meðal sendiráðinu á Íslandi. Manning var á dögunum sýknaður fyrir að hafa hjálpað óvininum, en dæmdur fyrir njónsir og þjófnað.

Manning er 25 ára gamall. Saksóknarar höfðu farið fram á 60 ára fangelsi.