Nokkrar lestir í breska lestarkerfinu ganga til lestarstöðva sem hafa verið lokaðar árum saman. Enginn veit hversu margar lestarlínur um er að ræða vegna þess að lestaryfirvöld hafa enga yfirsýn yfir vandann. BBC greinir frá þessu .

Lestaáhugamenn hafa talið minnst 37 lestarstöðvar sem hafa verið lokaðar en taka enn á móti mannlausum lestum. Ein þessara lestarstöðva reyndist vera fimm kílómetrum frá næsta vegi. Einu mannvirkin í nágrenni stöðvarinnar voru yfirgefin krá og gömul vindmylla.

Helsta ástæða þessa undarlega vandamáls eru breskar reglur. Áður en lestarlínu er lokað þurfa bresk lestarfyrirtæki að ganga í gegnum langt og kostnaðarsamt ferli þar sem áhrif lokunarinnar á samfélagið og umhverfið eru metin. Þetta skrifræði getur valdið því að það kostar minna fyrir fyrirtækin að halda lestarlínu gangandi heldur en að loka henni.

Auk þess er bent á að þegar lestarspor hætta í notkun vex gróður yfir þær með þeim afleiðingum að þær verða ónothæfar. Það getur því borgað sig að láta mannlausar lestir ganga um línur til að halda þeim í nothæfu ástandi.