*

fimmtudagur, 19. september 2019
Erlent 9. janúar 2019 18:00

Mannrán í Noregi

Norskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Anne-Elisabeth, eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs, hafi verið rænt fyrir tíu vikum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Norskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Anne-Elisabeth, eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs, hafi verið rænt fyrir tíu vikum. Mannræningjarnir hafa farið fram á 9 milljóna evra lausnargjald en það samsvarar 1,2 milljörðum íslenskra króna.

Vilja þeir fá lausnargjaldið greitt í rafrænni mynt.  Tom Hagen hefur verið stórtækur í fasteignaviðskiptum en einnig á hann 70% eignarhlut í norska orkufyrirtækinu Elkraft.

Tom Hagen er í 172 sæti yfir ríkustu menn í Noregi samkvæmt blaðinu Kapital en auðævi hans eru metin á yfir 20 milljarða króna. 

Frétt NDTV um málið.