Kvörtun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna meintra mannréttindabrota við meðferð Baugsmálsins verður ekki tekin til meðferðar af dómstólnum, samkvæmt ákvörðun dómstólsins.  Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Dómstólnum var tilkynnt um kæruna síðla árs 2006 með bréfi frá Tyge Trier, dönskum lögmanni Jóns Ásgeirs og Tryggva. Kæran byggðist á því að íslenskir dómstólar hefðu ekki veitt Jóni Ásgeiri og Tryggva réttláta málsmeðferð heldur hefði hún einkennst af geðþótta, tekið of langan tíma og brotið hefði verið á rétti þeirra til að teljast saklausir þar til sekt þeirra sannaðist, segir í fréttinni.