Spennusagan Englasmiðurinn eftir sænska spennusagnahöfundinn Camillu Läckberg er í toppsætinu á lista bókaverslunar Eymundson yfir mest seldu bækurnar dagana 4. til 10. apríl. Athygli vekur að Ábyrgðakver Gunnlaugs Jónssonar sem kom út á dögunum vermir annað 2. sætið. Bókin fjallar í grófum dráttum um hugsjónin um persónulega og einstaklingsbundna ábyrgð og aðferðina við að ná árangri í því sem menn stefna að í lífinu og öðlast þá andans ró sem er forsenda lífshamingju hvers og eins.

Þetta er ein af tveimur innbundnum bókum á metsölulsta Eymundsson. Hin eru Hungurleikarnir, sem kvikmynd byggð á bókinni er nú sýnd í kvikmyndahúsum hér. Athygli vekur reyndar að bæði innbundna útgáfa bókarinnar og kiljan eru á metsölulistanum.

Hér má sjá lista yfir tíu mest seldu bækurnar:

  1. Englasmiðurinn
  2. Ábyrgðakver
  3. Snjókarlinn
  4. Hungurleikarnir (kilja)
  5. Konan sem hann elskaði áður
  6. Morðið á Bessastöðum
  7. Feluleikurinn
  8. Svartur á leik
  9. Laðaðu til þín það góða
  10. Hungurleikarnir (innbundin)