Hið íslenska reðursafn á Húsavík hefur fengið afhentan lim Páls Arasonar, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Páll hafði ánafnað Reðursafninu lim sinn eftir andlát sitt. Hann lést þann 5. janúar.

Í samtali við Viðskiptablaðið vildi Sigurður Hjartarson, safnstjóri Reðursafnsins á Húsavík, hvorki staðfesta né neita því að limurinn sé kominn í hans hendur.

Aðspurður hvort hann telji að slíkur safngripur myndi auka viðskipti safnsins sagðist Sigurður vona það. Þetta sé það eina sem ekki hefur verið sýnt á safninu.