Mannvit tapaði 574 milljónum króna á árinu 2013, samanborið við hagnað upp á tæplega 6,4 milljónir króna árið 2012. Tekjur drógust saman um rúmlega 2,5 milljarða króna milli ára, voru 7.535 milljónir árið 2012 en 4.977 í fyrra.

Eignir félagsins námu í árslok 3,83 milljörðum króna en skuldir 2,82 milljörðum. Eigið fé nam því rúmum milljarði króna í lok árs, eða tæplega 1.008 milljónum.

117 hluthafar voru í félaginu við lok ársins og fækkaði um átta á árinu. 20 stærstu hluthafar félagsins eiga allir 1,5 prósenta hlut hver.

Stjórn Mannvits lagði til að ekki yrði greiddur arður til hluthafa vegna rekstrarársins. Eyjólfur Árni Rafnsson er forstjóri Mannvits.