Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að hann hefði ekki áfrýjað launamáli hans gegn bankanum ef ekki hefði legið fyrir að bankinn greiddi kostnaðinn við málareksturinn. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.

Már segist hafa rætt málið við Láru V. Júlíusdóttur sem þá gegndi stöðu formanns bankaráðs Seðlabankans. „hún studdi mig í því og taldi það eðlilega leið að fá úr þessu skorið því það sneri ekki bara að mér heldur öllum seðlabankastjórum framtíðarinnar og stöðu embættisins,“ segir Már. Hann segist hafa verið búinn að ákveða að fara ekki lengra með málið þar sem hann hafi orðið fyrir miklum persónulegum óþægindum vegna þess. Við nánari umhugsun hafi hann ákveðið að áfrýja til að verja heiður embættisins og sjálfstæði bankans.

Már segir að Lára hafi tekið þá ákvörðun að það væri bankanum fyrir bestu að málið yrði klárað og bankinn tæki á sig kostnaðinn.