"Það getur svo sem tekið einhvern tíma í viðbót eða það getur gerst fljótt," segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri spurður um hvenær megi vænta niðurstöðu bankans um Landsbankabréfið. Már segir að í upphaflega bréfinu sem hann sendi gamla Landsbankanum í sumar hafi verið talað um að svarið kæmi fyrir áramót. "Nú hafa þeir verið að þrýsta á svar fyrr, og auðvitað hefur það verið í skoðun hvort það sé hægt að verða við því."