Einhliða upptaka evru er áhættusöm út frá sjónarharhóli fjármálastöðugleika og ekki vænleg ef aðild að Evrópusambandinu gæti verið framundan. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag.

Hann sagði að við einhliða upptöku verði engin trygging fyrir lausafjár- eða lánsfjárfyrirgreiðslu hérlendis vegna andstöðu evrópska seðlabankans við einhliða upptöku.

Í erindi sínu ræddi Már meðal annars framtíð peningastefnunnar og ræddi mögulegar leiðir í þeim efnum.