Már Guðmundsson hefur verið skipaður seðlabankastjóri til næstu fimm ára. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag segir hann óvíst að hann sæki um endurráðningu ef lögum um Seðlabankann verði breytt. Hann vill lítið segja um ráðningarferlið sjálft. Hann telur þó vert að skoða þá hugmynd að fjölga aðstoðarseðlabankastjórum ef ætlunin er að fjölga í yfirstjórn bankans.

VB Sjónvarp ræddi við Má.