Ekki er gert ráð fyrir öðru en að Már Guðmundsson verði áfram Seðlabankastjóri og ekki liggur frammi frumvarp um breytingu á lögum Seðlabanka Íslands, að því er sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu.

Eins og VB.is greindi frá í gær rennur skipunartími Más Guðmundssonar út þann 20. ágúst næstkomandi og þarf ríkisstjórnin að tilkynna Má í síðasta lagi á fimmtudaginn í næstu viku ef hún hyggst auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar.

Eyjan greindi svo frá því í gær að til stæði að breyta lögum um Seðlabankann á þá leið að seðlabankastjórar yrðu aftur þrír talsins og að ekki ætti að endurnýja skipun Más.