Innganga í myntbandalag Evrópu er ennþá góður kostur fyrir Ísland, þrátt fyrir skuldavanda evruríkja. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við BBC.

Már sagði skuldavanda evrusvæðisins ekki vera vegna evrunnar heldur vegna skorts á regluverki um bankanna. Í viðtalinu við BBC tekur Már fram að Ísland geti bæði staðið innan og utan evrusvæðisins og að alltaf sé hægt að koma sér í vandræði ef viljinn er fyrir hendi.

Frétt BBC .