Már Guðmundsson seðlabankastjóri tapaði máli sínu gegn Seðlabankanum í Hæstarétti í dag. Már beið lægri hlut í héraðsdómi í október í fyrra og staðfesti Hæstiréttur úrskurð dómsins.

Már tók við stöðu bankastjóra Seðlabankans árið 2009. Um svipað leyti breyttust lög um kjararáð á þann veg að laun embættismanna, þar á meðal seðlabankastjóra, forstjóra Landsvirkjunar og fleiri, skyldu ekki verða hærri en laun forsætisráðherra. Már var ósáttur við þetta enda breyttust kjör hans eftir ráðninguna. Hann krafðist þess að laun sín yrðu leiðrétt og stefndi bankanum. Eins og fyrr sagði tapaði Már í héraðsdómi í október. Hann áfrýjaði dómnum og liggur dómur Hæstaréttar nú fyrir: Laun Más verða ekki leiðrétt.

Dómur Hæstaréttar