Seðlabankastjóri, Már Guð­mundsson, sagði á á miðvikudag, þegar bankinn kynnti nýja skýrslu um fjármálastöðugleika, að þrátt fyrir að gjaldeyris­ höftin hafi skapað svigrúm fyrir efnahagsstefnuna til að milda sam­drátt og stuðla að efnahagsbata hafi þau til lengri tíma litið neikvæð áhrif á hagvöxt.

Höftin bjagi fjármálamarkaði og eignaverð með því að takmarka framboð fjárfestingar­ kosta. Ljóst sé til dæmis að velta og ávöxtun á skuldabréfamarkaði hafi litast mjög af höftunum. Ekki sé þó enn hægt að sjá merki um bólu­ myndun á fasteignamarkaði. Lágir raunvextir stuðla, að sögn Más, að hærra eignaverði og sagði hann að neikvæðir raunvextir geti leitt til óhagkvæmra fjárfesting­ arákvarðana.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.