*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 28. nóvember 2011 10:38

Már Guðmundsson: Óábyrgt að bregðast ekki við verðbólgu

Stýrivextir hér eru ekki hugsaðir til að laða hingað erlenda fjárfesta. Peningastefnun nú önnur en fyrir hrun, segir seðlabankastjóri.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Vaxtahækkun Seðlabankans hefur það ekki að markmiði að draga hingað kvikt alþjóðlegt fjármagn eins og á árunum fyrir hrun. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir peningastefnuna nú allt aðra.

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vakti máls á því á opnum fundi nefndarinnar sem nú fer fram, að vaxtastefna Seðlabankans geti leitt til þess að að svipaðar aðstæður skapist hér og fyrir hrun þegar hingað kom kvikt alþjóðlegt fjármagn og byggt upp brothætt kerfi þar sem vextir eru greiddir til útlanda.

Már svaraði því til að markmið peningastefnunnar sé að stefna að fjármálalegum stöðugleika, svo sem til að draga úr verðbólgu.

„Það væri óábyrgt að bregðast ekki við hækkandi verðbólgu og verðbólguvæntingum,“ sagði Már og benti á að nýgerðir kjarasamningar eigi hlut að því að verðbólga hafi hækkað. Afleiðingin sé gamaldags, innlendur kostnaðarþrýstingur hafi lekið út í verðbólgu og leitt til þess að hækka þurfti stýrivexti.