„Það er erfitt að spá fyrir um gengið. Ef við hins vegar horfum langt fram í tímann þá mun það styrkjast,“ segir Már í samtali við Viðskiptablaðið, aðspurður um það hvernig hann sér gengið fyrir sér næstu misseri.

„En hvort það muni styrkjast næstu mánuði, það veit enginn. Þar vega þungt nokkrir þættir. Í fyrsta lagi það að aðlögun í raunhagkerfinu hefur gengið mjög hratt og við erum að nálgast þann punkt þar sem það er undirliggjandi afgangur af viðskiptajöfnuði. Á móti kemur hins vegar að gjaldeyrishöftin eru enn að leka. Með þeim breytingum sem við höfum gert undanfarið erum við þó betur í stakk búin að takast á við það. Síðan eru það ýmsir væntingaferlar sem geta verið að skrúfa niður gengið um hríð,“ segir Már.

Már segir jafnframt að á móti komi að það skref sem stigið var nýlega við afnám gjaldeyrishafta feli í sér að allt nýtt innflæði sem komi inn sé óbundið og frjálst að fara hvenær sem er þannig að enginn sé fastur inni með fjármagn.

Það geti á einhverju tímabili leitt til styrkingar gengisins þar sem vextir á krónueignum eru mun hærri en fá má á erlendum eignum.

_____________________________

Nánar er rætt við má í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun . Áskrifendur geta, frá kl. 21 í kvöld, lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .