Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, var klæddur jólapeysu þegar hann tilkynnti að peningastefnunefnd bankans hefði ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5% nú í morgun.

Það gerði hann í tengslum við Jólapeysuna 2014, fjáröflunarverkefni Barnaheilla gegn einelti, en hann ákvað að næði hann því markmiði að safna 600 þúsund krónum myndi hann tilkynna vaxtaákvörðun í jólapeysu. Nú hefur hann safnað 618.500 krónum.

Má sagðist vera heitt í peysunni og kvaðst ekki sjá fram á að vera í henni áfram á næstu stýrivaxtarfundum.