*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Innlent 16. mars 2016 11:50

Már: Meira kjöt á beinunum á morgun varðandi afnám hafta

Seðlabankastjóri sagði í morgun að fólk ætti að leggja við hlustir á ársfundi seðlabankans á morgun, því þar yrði margt að frétta.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, gaf mjög sterklega í skyn í á kynningarfundi vegna vaxtaákvörðunar bankans í morgun að frekari fréttir af aflandskrónuuppboði seðlabankans og öðrum þáttum tengdum afnámi gjaldeyrishafta myndu berast á ársfundi seðlabankans á morgun.

Spurður um aflandskrónuuppboðið sagði Már að í raun ekkert hafa breyst, en vísaði til þess að ársfundurinn væri á morgun. Gott yrði að leggja þr við hlustir, því kannski yrði þar eitthvað meira kjöt á beinunum. Þá minnti hann aftur á fundinn þegar hann var spurður út í breytingar á höftunum og upptöku nýrra tækja sem draga eiga úr ávinningi af vaxtamunarviðskiptum.

Spurður út í gjaldeyrisinnflæði sagði hann að verið væri að safna í forða fyrir útboðið og fyrir losun hafta fyrir innlenda aðila. Þá sagði hann að ef bankanum þætti innstreymi gjaldeyris vera orðið of mikið væri sá möguleiki fyrir hendi að hleypa lífeyrissjóðunum hraðar út en gert er ráð fyrir núna, en það væri samt ekki í takt við núverandi áætlanir. Útboðið ætti að fara fram fyrst.

„Nánari upplýsingar verða veittar í ársfundarræðu minni á morgun,“ sagði Már að lokum.