Frægt er að Björn Bjarnason hefur dálæti á Bruce Willis, og skyldi engan undra. Nú er spurt hvort Már Guðmundsson hafi álíka mikið dálæti á Steven Seagal. Þegar það frestaðist að kynna skýrslu um afnám gjaldeyrishafta á síðustu stundu – vegna aðkomu Árna Páls Árnasonar og félaga – útskýrði Már það þannig að það væru margir kokkar í eldhúsinu. Á fundi í Seðlabankanum sagði hann að þegar þannig háttar megi eiga von á að útkoman verði enn betri.

Átökin um framreiðsluna voru hörð og velta margir fyrir sér hver hafi unnið hnífaslaginn. Þeir sem muna eftir Steven Seagal í eldhúsinu á orrustuskipinu USS Missouri vita að kokkarnir geta verið harðsvíraðir. „Nobody beats me in the kitchen,“ sagði Seagal á minnisstæðan hátt. Er Már Seagal? Eða Árni Páll?